Höfnum laxeldi í opnum sjókvíum á Íslandi – Áskorun til stjórnvalda

Villtum stofnum fórnað

Nýverið kom í ljós að um 80.000 frjóir norskir eldislaxar hafa sloppið úr opinni sjókví Arnarlax á Vestfjörðum. Erfðamengun villtra stofna í kjölfar slysasleppinga er óafturkræft umhverfisslys.

Náttúrunni fórnað

Ekki stendur þó aðeins villtum laxastofnum ógn af sjókvíaeldi því iðnaðurinn skilur einnig eftir sig mengun á hafsbotni, öðrum villtum stofnum stafar ógn af lúsafári og sjúkdómum og ímynd óspilltrar náttúru Íslands er í hættu.

Byggðum fórnað

Á Íslandi eru rúmlega 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur frá laxveiðiám landsins og skapar laxveiðin margfalt fleiri störf en sjókvíaeldi mun nokkurn tíma gera. Sjókvíaeldi er bein ógn við þessi störf og allt það fólk sem treystir á hreina náttúru og villta laxastofna. Er stefna stjórnvalda að þurrka út villtan lax á Íslandi og þar með hlunnindi og ferðaþjónustu í laxveiðiám fyrir ofsagróða norskra sjókvíaeldisfyrirtækja?

Áskorun til stjórnvalda

Undirrituð samtök og fyrirtæki skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það verður um seinan. Kallað er eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land.

Einnig er skorað á ferðamálaráðherra að vernda þessi 2.250 lögbýli sem eru ómetanlegur partur af ferðaþjónustu landsins.

Stöndum vörð um íslenska náttúru!