Ef ekki er gripið í taumana núna munum við útrýma villta laxinum og ógna líffræðilegum fjölbreytileika á Íslandi. Stöndum saman og krefjumst þess að ráðamenn bindi enda á sjókvíaeldi á Íslandi.
Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF) hefur verið leiðandi í laxavernd í meira en 30 ár. Samtökin voru stofnuð í Reykjavík af Orra Vigfússyni, frumkvöðli í laxavernd. Markmið NASF er að takast á við allar þær ógnir sem stafa að villta laxinum og að stuðla að því að laxastofnar nái sér aftur á strik.
Verkefni NASF eru mörg, en þar ber helst að nefna verndunarsamninga og uppkaup neta í Grænlandi, Færeyjum og Íslandi, endurheimt og verndun búsvæða og barátta gegn sjókvíaeldi á laxi.
No more posts