
Látum náttúruna njóta vafans Framtíðin felst í lokuðum sjókvíum og landeldi.Skorum á stjórnvöld að móta skýra stefnu um sjálfbærni í fiskeldi og standa þar með vörð um náttúru Íslands og villta laxastofninn hér á landi.
Varnarorð Kjersti Sandvik - blaðamaður Fiskeribladet:Icelanders are taking a great risk if they are planning to make the same mistake we did here in Norway. They are endangering the Icelandic salmon stock. This type of farming is a great risk
Noregur er stærsti framleiðandi á laxi í heiminum í dag og er framleiðslan um 1,2 milljónir tonna. Iðnaðurinn hefur haft víðtæk neikvæð umhverfisáhrif þar í landi. Stærsta einstaka ógnin er fiskur sem sleppur úr kvíum og hrygnir með villtum laxi. Slík viðvarandi erfðablöndun hefur varanleg áhrif á erfðamengi stofnsins – sem leiðir til hnignunar hans.
Árlega er tilkynnt að um 200.000 fiskar að meðaltali sleppi úr opnum sjókvíum við Noregsstrendur en það er fjórfalt magn villta stofnsins hér á landi
Hörmung í NoregiLaxeldi er ýmist stundað í opnum og hálflokuðum sjókvíum, eða í tönkum í sjó og á landi. Talað er um opin eða lokuð kerfi eftir því hvort hægt er að stjórna innstreymi, afrennsli og úrgangi frá eldinu.
Í opnum sjókvíum sjá hafstraumar um hreyfingu sjávar og úrgangur fellur stjórnlaust til botns eða flæðir út í umhverfið ásamt laxalús, örverum og veirum sem bera með sér sjúkdóma. Eftir því sem kerfin verða lokaðri er hægt að hafa meiri stjórn á straumi, súrefnisinnihaldi, hitastigi og úrgangi.
Lesa nánar um lausninaVerndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund (NASF) er alþjóðleg stofnun sjálfboðaliða með höfuðstöðvar í Reykjavík. Sjóðurinn er rekinn fyrir framlög frá stofnunum, samtökum og einstaklingum í löndunum beggja vegna Atlantshafsins.
Ásýnd sjókvíaeldis nær bara til yfirborðsins
Á yfirborðinu líta opnar sjókvíar út fyrir að vera hentug leið til að framleiða holla og góða næringu. Undir yfirborðinu svamla hins vegar fiskar sem eru oft á tíðum étnir lifandi af laxalús sem fjölgar gríðarlega í sjókvíaeldi og spillir fyrir villtum stofnum laxfiska. Í kvíarnar eru stundum sett þúsundir hrognkelsa hverra örlög eru eingöngu að éta laxalús, deyja og rotna undir kvíunum. Til viðbótar er eitrað fyrir laxalús, en helstu sérfræðingar iðnaðarins sögðu á sínum tíma að laxalús yrði ekki vandamál á Íslandi sökum þess hve sjórinn hér er kaldur. Laxalús er hinsvegar harðgerð óværa og sníkjudýr sem myndar vaxandi þol fyrir eitrinu, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á lífríkið m.a. á lirfur rækju og humars.
Stjórnvöld hafa sýnt linkind gagnvart rányrkju laxeldisfyrirtækjanna
Því fyrr sem gripið er í taumana því betur mun náttúru- og efnahagslífi Vestfjarða og Austfjarða verða borgið. Ísland mun ekki komast hjá því að feta sömu leið og nágrannaþjóðirnar. Í Danmörku hefur sú ákvörðun þegar verið tekin að allt eldi verði á landi. Íslendingar geta hins vegar ákveðið að feta sömu leið sjálfir, en ella að þurfa að gera það nauðugir þegar rányrkjan hefur deytt íslenska firði og útrýmt villta laxastofninum. Atvinnulíf í tengslum við laxeldi verður að vera sjálfbært og án áhættu fyrir lífríkið og stuðla að langtíma uppbyggingu en laxeldi verður best fest í sessi sem atvinnugrein með öruggu landeldi.
Myndefnið sannanlega tekið upp í Arnarfirði og Dýrafirði
NASF heitir þeim trúnaði sem senda myndir eða gögn sem staðfesta neikvæðar hliðar laxeldis í opnum sjókvíum. Í frétt RÚV dró talsmaður laxeldis í efa að myndefnið væri úr þeirra sjókvíum en sjá má íslensk fjöll í bakgrunni við Þingeyri í Dýrafirði og við mynni Geirþjófsfjarðar í Arnarfirði.
Hægt er að fylgjast með baráttu NASF gegn laxeldi í opnum sjókvíum á www.nasf.is og með myllumerkinu #engarsjokviar.
Nokkrar staðreyndir um laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland:
Nánari upplýsingar veitir Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF á Íslandi í síma 823 3248 eða með tölvupósti; [email protected]