Iceland Icon
Látum náttúruna njóta vafans Framtíðin felst í lokuðum sjókvíum og landeldi. Skorum á stjórnvöld að móta skýra stefnu um sjálfbærni í fiskeldi og standa þar með vörð um náttúru Íslands og villta laxastofninn hér á landi.
Fiskeldi

Opið fiskeldi

 • Miklar sleppingar
 • Laxalús
 • Erfðablöndun
 • Mikill laxadauði
 • Mengar lífríkið
 • Mikil lyfjanotkun
Fiskeldi

Lokað fiskeldi

 • Engar sleppingar
 • Engin laxalús
 • Minniháttar mengun
 • Engin eiturefni
 • Sjálfbær framleiðsla
 • Minniháttar umhverfisáhrif
 • Dýravelferð
 • Hágæðavara
Varnarorð Kjersti Sandvik - blaðamaður Fiskeribladet: Icelanders are taking a great risk if they are planning to make the same mistake we did here in Norway. They are endangering the Icelandic salmon stock. This type of farming is a great risk
Norskt eignarhald

Hvað getum við lært af Noregi

Noregur er stærsti framleiðandi á laxi í heiminum í dag og er framleiðslan um 1,2 milljónir tonna. Iðnaðurinn hefur haft víðtæk neikvæð umhverfisáhrif þar í landi. Stærsta einstaka ógnin er fiskur sem sleppur úr kvíum og hrygnir með villtum laxi. Slík viðvarandi erfðablöndun  hefur varanleg áhrif á erfðamengi stofnsins – sem leiðir til hnignunar hans.

Árlega er tilkynnt að um 200.000 fiskar að meðaltali sleppi úr opnum sjókvíum við Noregsstrendur en það er fjórfalt magn villta stofnsins hér á landi

Hörmung í Noregi
Lokað laxeldi

Sjálfbært fiskeldi

Laxeldi er ýmist stundað í opnum og hálflokuðum sjókvíum, eða í tönkum í sjó og á landi. Talað er um opin eða lokuð kerfi eftir því hvort hægt er að stjórna innstreymi, afrennsli og úrgangi frá eldinu.

Í opnum sjókvíum sjá hafstraumar um hreyfingu sjávar og úrgangur fellur stjórnlaust til botns eða flæðir út í umhverfið ásamt laxalús, örverum og veirum sem bera með sér sjúkdóma. Eftir því sem kerfin verða lokaðri er hægt að hafa meiri stjórn á straumi, súrefnisinnihaldi, hitastigi og úrgangi.

Lesa nánar um lausnina

Fréttatilkynning frá NASF

Ásýnd sjókvíaeldis nær bara til yfirborðsins
Á yfirborðinu líta opnar sjókvíar út fyrir að vera hentug leið til að framleiða holla og góða næringu. Undir yfirborðinu svamla hins vegar fiskar sem eru oft á tíðum étnir lifandi af laxalús sem fjölgar gríðarlega í sjókvíaeldi og spillir fyrir villtum stofnum laxfiska. Í kvíarnar eru stundum sett þúsundir hrognkelsa hverra örlög eru eingöngu að éta laxalús, deyja og rotna undir kvíunum. Til viðbótar er eitrað fyrir laxalús, en helstu sérfræðingar iðnaðarins sögðu á sínum tíma að laxalús yrði ekki vandamál á Íslandi sökum þess hve sjórinn hér er kaldur. Laxalús er hinsvegar harðgerð óværa og sníkjudýr sem myndar vaxandi þol fyrir eitrinu, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á lífríkið m.a. á lirfur rækju og humars.

Stjórnvöld hafa sýnt linkind gagnvart rányrkju laxeldisfyrirtækjanna
Því fyrr sem gripið er í taumana því betur mun náttúru- og efnahagslífi Vestfjarða og Austfjarða verða borgið. Ísland mun ekki komast hjá því að feta sömu leið og nágrannaþjóðirnar. Í Danmörku hefur sú ákvörðun þegar verið tekin að allt eldi verði á landi. Íslendingar geta hins vegar ákveðið að feta sömu leið sjálfir, en ella að þurfa að gera það nauðugir þegar rányrkjan hefur deytt íslenska firði og útrýmt villta laxastofninum. Atvinnulíf í tengslum við laxeldi verður að vera sjálfbært og án áhættu fyrir lífríkið og stuðla að langtíma uppbyggingu en laxeldi verður best fest í sessi sem atvinnugrein með öruggu landeldi.

Myndefnið sannanlega tekið upp í Arnarfirði og Dýrafirði
NASF heitir þeim trúnaði sem senda myndir eða gögn sem staðfesta neikvæðar hliðar laxeldis í opnum sjókvíum. Í frétt RÚV dró talsmaður laxeldis í efa að myndefnið væri úr þeirra sjókvíum en sjá má íslensk fjöll í bakgrunni við Þingeyri í Dýrafirði og við mynni Geirþjófsfjarðar í Arnarfirði.

Hægt er að fylgjast með baráttu NASF gegn laxeldi í opnum sjókvíum á www.nasf.is og með myllumerkinu #engarsjokviar.

Nokkrar staðreyndir um laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland:

 •         Villti laxastofninn telur að meðaltali aðeins um 50-80.000 fiska (oft minna). Í hverri opinni sjókví á Íslandi eru allt að 200.000 fiskar og í heildina eru því í dag um 15.900.000 eldislaxar í kvíum við Ísland. Villtir laxar eiga því við ofurefli að etja, 1 á móti 245.
 •         Slysasleppingar úr opnum sjókvíum eru alltof algengar og fyrirmæli stjórnvalda sem kveður á um að laxeldi sé einungis heimilt á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði hefur ekki komið í veg fyrir göngur eldisfiska í ár langt utan þeirra svæða.
 •         Talið er að sjálfbær laxveiði villtra laxa geti verið að meðaltali um 100 tonn en stofnin er eins og áður segir að meðaltali 50-80.000 laxar. Á þessu ári þegar lífmassi var sem mestur voru u.þ.b. 15.900.000 frjóir norskir eldislaxar í kvíum við Ísland.
 •         Náist markmið laxeldisfyrirtækjanna um enn meira laxeldi verður magn frjórra eldislaxa við strendur Íslands yfir 45 milljónir fiska sem er um sex hundraðfallt magn villtra laxa á Íslandi.
 •       Rannsóknir vísindamanna hafa leitt í ljós að nú þegar er erfðablöndun búin að eiga sér stað í ám á Vestfjörðum og hún mun bara aukast eftir því sem umfang eldisins eykst. Laxastofn Íslands gæti því raunverulega verið í útrýmingarhættu, fyrsta dýrið í fánu Íslands til að mæta þeim örlögum síðan síðasti geirfuglinn var drepinn.
 •         Viðmiðunarregla segir að fyrir hvert framleitt tonn af eldislaxi sleppi að minnsta kosti einn eldislax. Nái iðnaðurinn markmiðum sínum má ætla að 106.000 eldislaxar sleppi úr sjókvíum við Íslandsstrendur miðað við hámarksframleiðslu.
 •         Aðstæður við strendur Íslands eru erfiðari en í Skotlandi. Landeldi er eina örugga leið laxeldis.

 

Nánari upplýsingar veitir Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF á Íslandi í síma 823 3248 eða með tölvupósti; [email protected]