Þetta magnaða myndband frá Veigu Grétarsdóttur varpar ljósi á gríðarlega losun örplasts eða míkróplasts í sjókvíaeldi. Út frá mælingum Veigu má áætla að um 1,5 tonn af míkróplasti fari í vestfirska firði á hverju ári.
64.000 plastflöskur
Til að setja þetta í samhengi þá jafngildir það plastmagni úr 64.000 hálfslíters plastflöskum .
Hætta fyrir neytendur!
Mikróplast blandast við fóðrið sem fer um rörin til eldislaxanna. Verulegar líkur eru á því að stór hluti mikróplastsins fari út í firðina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir náttúru og heilsu fólks. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi um magn míkróplasts í sjókvíaeldislaxi og náttúrunni. Neytendur ættu að sniðganga lax úr sjókvíaeldi þar sem ekki er vitað hvort hann innihaldi örplast. ?
Hér fyrir neðan má finna meira af efni Veigu.
https://www.youtube.com/@veigagretarsdottir7252
https://www.instagram.com/veigagretarsdottir/