3000 tonna laxadauðinn í Dýrafirði helmingi eða tvöfalt meiri en áður hefur komið fram

Laxadauðinn hjá íslenska laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish í Dýrafirði er helmingi eða tvöfalt meiri en fyrirtækið taldi að hann yrði. Laxadauðinn er nú sagður vera 3.000 tonn af eldislaxi eða tæplega 430 til 600 þúsund eldislaxar. Upphaflega gaf fyrirtækið það út að laxadauðinn væri talinn hafa verið á milli 1.500 og 2.000 tonn. Þetta kemur fram í afkomukynningu frá eiganda Arctic Fish, Norway Royal Salmon, í dag.

Sjá nánar: https://stundin.is/grein/14831/laxdaudinn-i-dyrafirdi-helmingi-eda-tvofalt-meiri-en-adur-hefur-komid-fram/